12.8.2010 | 07:51
Hversu margir teknir til vafasamra gjaldþrotaskipta?
Nú liggur ljóst fyrir að fjölmörg fyrirtæki og heimili hafa verið tekin af fólki til fullnustu lána sem hafa verið dæmd ólögleg - svo er gríðarstór hópur sem hefur ofgreitt af sömu tegund lána. Frá því að þetta álit er gefið út af opinberri stofnun eins og frá er greint í fréttinni, hefur að minnsta kosti myndast vafi á lögmæti innheimtuaðgerða lánastofnanna. Þetta er burtséð frá því hvort ráðherrar vilja kannast við þetta eða ekki. Ég myndi halda að ábyrgð hins opinbera gagnvart þeim sem hafa verið teknir til gjaldþrotaskipta eða greiddu af lánum í góðri trú - frá því að þetta álit lá fyrir - sé ótakmörkuð og því miður kemur það ekki á óvart að ráðherra(r) kannist ekki við neitt.
Upplýsti yfirmenn sína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Óli Valur Steindórsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.